Föstudaginn 7.nóvember s.l. kom foreldrafélag leikskólans Brimvers á Eyrarbakka með gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi og var það lítið fallegt jolatré sem var gróðursett með pompi og prakt eftir hádegi þann dag á hringtorgseyjunni fyrir framan leikskólann.

Allir komu saman og hjálpuðust að við gróðursettninguna. Ákveðið var að allir mundu hlúa vel að trénu og passa vel upp á það og er alveg víst að tréð verður vel vaktað af börnum leikskólans.