Eyjamenn geta nagað sig í handarbökin eftir leik sinn gegn ÍR í dag en lokatölur urðu 28:38. Lokatölurnar gefa þó engan veginn rétta mynd af gangi mála enda gáfust Eyjamenn hreinlega upp á lokamínútunum, eitthvað sem lið ÍBV hafa ekki verið þekkt fyrir í gegnum tíðina. ÍR-ingar eru á toppi 1. deildar á meðan ÍBV er í neðri hlutanum en þó var enginn sjáanlegur getumunur á liðunum tveimur. Mistök heimamanna og á köflun ótrúlegt einbeitningaleysi gerði það hins vegar að verkum að gestirnir fóru burt með tvö stig í farteskinu.