Ný hrútaskrá fyrir veturinn 2008-2009 hefur litið dagsins ljós.

Skráin er farin í prentun og kemur að öllu óbreyttu út í byrjun næstu viku. Hrútaskráin er einnig birt á vefsíðu Búnaðarsambands Suðurlands eins og verið hefur og á fleiri vefsíðum. Uppfærsla á henni er á lokastigi.

Í hrútaskrá þessa vetrar eru samtals 47 hrútar, 24 verða á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og 23 á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.