Ísland fær að veiða 238 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Á þessu ári var kvóti Íslands 189.930 tonn. Þetta er því um 25% aukning á milli ára. Stofninn stendur mjög vel um þessar mundir og ákvað Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndin, NEAFC, að heildaraflamark fyrir árið 2009 verði 1.643.000 tonn, samkvæmt frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.