Til hamingju Valgerður Sverrisdóttir með að vera orðinn formaður Framsóknarflokksins,“ segir Bjarni Harðason á heimasíðu sinni í dag. Bjarni segir að líkurnar að flokkurinn nái flugi eftir atburði dagsins séu minni en áður.

„Líklega er það rétt hjá Guðna að eftirláta flokkinn því fólki sem hefur nú um langt skeið beitt öllum meðulum til að ná þar völdum. Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir.