Dagur íslenskrar tungu var í gær, sunnudaginn 16. nóvember. Í dag höldum við upp á daginn hér á Kirkjugerði með sýningu starfsfólks á leikritinu um Búkollu sem er orðin hefð hjá okkur. Alltaf sama stuðið og ekki gott að segja hvort börnin eða starfsfólk skemmtir sér betur. Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu.