Þann 16. nóvember s.l. var vígð ný kapella í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Hin nýja kapella er í nýbyggingu stofnunarinnar, en 1. áfangi hennar var tekinn í notkun í byrjun þessa árs.
Fyrir rúmu ári var eldri kapellu stofnunarinnar tekin úr notkun vegna tengingar eldri og nýrri byggingar. Síðan hefur verið unnið að tengingu gömlu og nýju byggingarinnar, ásamt innréttingu á hinni nýju kapellu.

Oddfellowreglan á Suðurlandi þ.e. Rebekkustúkan nr.9 Þóra og Oddfellowstúkan Hásteinn nr.17 tók að sér innréttingu kapellunnar.