Miðvikudaginn 12. nóvember s.l. hófst verkefnið „Íþróttavakning í framhaldsskólum“.

Eitt aðalmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Nemendur og kennarar FSu fóru út á íþróttavöll og gerðu þar nokkrar upphitunaræfingar að kínverskum hætti undir forystu þeirra Kínafara Guðfinnu Gunnarsdóttur og Lárusar Ágústs Bragasonar.