Bæjarráð fjallaði um ferjumálið á fundi sínum á þriðjudag. Þar lýsti ráðið yfir vonbrigðum sínum með að samningaviðræðum um smíði skipsins hafi verið hætt. Bæjarráð bendir einnig á að í umfjöllun um efnahagsvanda hafi ríkisstjórnin lýst því yfir að staðinn verði vörður um grunnþjónustu. Því bendir bæjarráð á að samgöngur teljast til grunnþjónustu ríkisins og á það jafnt við um Vestmanna­eyjar og aðra staði. Síðan er tekið undir ályktanir stýrihópsins og segir orðrétt í bókun bæjarráðs: