Gangi Ísland í Evrópusambandið verður hægt að afskrifa sumar búgreinar segir Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sauðfjárræktin stæði einna skást ef til ESB-aðildar kæmi. Hann segir efnahagskreppu landsins smámál miðað við inngöngu í Evrópusambandið.

Sigurgeir sagði að ESB-aðild þýddi mikla launalækkun hjá bændum, finnskir bændur hefðu t.d. lækkað um 45% í launum við inngöngu í ESB. Þá sagði hann að byggð myndi víða leggjast af.