Fjármála- og viðskiptaráðuneyti Japans hefur samþykkt innflutningsleyfi fyrir 65 tonnum af hvalkjöti frá Íslandi og Noregi.

Kjötið hefur beðið mánuðum saman í frystigámum eftir tollafgreiðslu. Ekki hefur fengist leyfi til að leysa kjötið úr tolli í Japan fyrr en nú.

Um er að ræða 5 tonn af hrefnukjöti frá norska fyrirtækinu Myklebust Trading og 60 tonn af langreyðarkjöti frá Íslandi.