Við erum lagðir af stað á ný eftir að löndun lauk um tíuleytið í kvöld. Það var því fínn gangur á þessari löndun eða rétt rúmur sólahringur. En það er gott núna að hver aðáhafnarmeðlimur hefur sinn klefa til að hverfa í. Þar sem hann Boggi kúlusmiður kom færandi hendi og kom með þessa líka fínu söl og það í talsverðu magni. Var þetta frá honum Tóta í Geisla. Tóti gott og vel, fallega gert af þér að hugsa svona til okkar. Ekki það að við séum vanþakklátir, síður en svo sölin bragðaðist mjög vel og tóku menn vel á. Sumir full mikið.