Höllin fékk í gær starfsleyfi en það var samþykkt á fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í gær. Starfsmaður Heilbrigðiseftirlitsins staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir en talsvert hefur gengið á varðandi Höllina á undanförnum árum enda hefur byggingin verið verulega umdeild.