Út er komin hjá Vestfirska forlaginu ævisaga Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal Melódíur minninganna” sem Hafliði Magnússon rithöfundur á Selfossi skráði en hann er einng Bílddælingur.

Allir muna lagið “Ég er frjáls” sem Jón Kr. söng með hljómsveitinni Facon á Bíldudal og er eitt af gulllögum íslenska poppsins.

Jón Kr. býr á Bíldudal og rekur þar Tónlistarsafnið “Melódíur mininganna.” Von er á Jóni Kr. á Suðurland í byrjun desember til kynningar á bókinni og mun hann einnig taka lagið.