Á morgun sunnudaginn 23. nóvember verða þriðju tónleikar Tóna við hafið á þessum vetri.

Tónleikarnir verða í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss og hefjast klukkan 20:00
Að þessu sinni koma til okkar þrjár feikilega góðar sópransöngkonur ásamt píanóundirleikara, sem hafa sett saman létta skemmtidagskrá með úrvali laga úr söngleikjum og óperum auk vel þekktra dægurlaga.
Ekki missa af góðri skemmtun og fallegum tónum í nóvember.