Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kennsla verði fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009 en í dag er unglingum sveitarfélagsins í 8. – 10. bekk kennt í Vallaskóla, Árborg samkvæmt samningi milli Flóahrepps og Árborgar.

Reiknað er með að kennsla 8. bekkjar fari að mestu leyti fram í félagsheimilinu Þjórsárveri næsta skólaár.

.