Vinstri græn myndu bæta við sig tíu þingmönnum frá síðustu kosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 19 þingmenn, í stað þeirra níu sem nú sitja á Alþingi fyrir flokkinn.

Vinstri græn yrði þar með næst stærsti flokkurinn. 23,0 prósent sögðust styðja flokkinn í könnun blaðsins í lok október, en 14,3 prósent kusu hann í síðustu þingkosningum.