Taflfélag Vestmannaeyja tók þátt í Íslandsmóti unglingasveita í skák en mótið fór fram í Sjálandsskóla í Garðabæ í gær. A-sveit TV gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti, náði að tryggja sér bronsið með dramatískum hætti í lok mótsins. Þetta er jafnframt besti árangur félagsins til þessa á Íslandsmóti unglingasveita. B-sveitin var skipuð liðsmönnum sem allir eru að taka þátt í sínu fyrsta móti og stóð sveitin sig vel.