Mánudaginn 24. nóvember, kl. 19:30 stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir árlegum þematónleikum í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi.

Þema tónleikanna í ár er kvikmyndatónlist og hefur undirbúningur staðið yfir frá því snemma í haust. Nemendur skólans flytja þekkt verk úr erlendum og innlendum kvikmyndum og verður efnisskáin mjög fjölbreytt.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.