Stefán var um árabil verkstjóri og framkvæmdastjóri í stórum fiskvinnslufyrirtækjum í Vestmannaeyjum og þegar því tímabili ævinnar lauk fluttist hann til Stokkseyrar og gerðist framkvæmdastjóri Harðfrystihúss Stokkseyrar um skeið.
Af dvölinni þar er forvitnileg saga, sem hætt er við að ýmsir ráðamenn myndu heldur vilja láta liggja í þagnargildi.
Starfsferlinum í sjávarútvegi lauk Stefán sem eftirlitsmaður.