Selfoss-strákarnir 6. flokki unnu tvöfaldan sigur í annarri umferð Íslandsmótsins sem fór fram fyrir skömmu.

Öll lið landsins í þessum aldursflokki vorum saman komin á fyrsta stórmótinu af fimm, þar sem um 600 keppendur kepptu í 60 liðum. Keppt er í flokki A-, B- og C-liða.

Sigraði Selfoss í flokki A- og B-liða, en töpuðu einum leik í flokki C-liða og unni silfur þar í þetta sinn. Á síðasta móti unnu Selfyssingar þrefalt.