Miðvikudaginn 19. nóvember fóru börn á Tígradeild og eldri börn á Strumpadeild í menningarferð á Selfoss.

Ferðinni var heitið á bókasafnið þar sem var tekið vel á móti okkur, börnin fengu að hlusta á skemmtilegar sögur og skoða og fá að láni nokkrar bækur.

Því næst var ferðinni heitið á Kaffi Krús þar sem börnin fengu heitt kakó og jólasmákökur í boði hússins.