Í kvöld, mánudagskvöldið 24. nóvember kl. 20:00 er dagskrá helguð Steini Steinarri í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Hjalti Rögnvaldsson leikari og nemendur úr 9. bekk Grunnskólans lesa texta eftir Stein, Pjetur Hafstein Lárusson flytur erindi um Stein.

Félagar úr Hljómlistarfélagi Hveragerðis flytja tónlist eftir Bergþóru Árnadóttur við texta Steins.