Miðasala fyrir Konukvöldið hófst í Höllinni í dag en miðasalan verður opin til klukkan 16.00 í dag. Áríðandi er að pantaðir miðar verði sóttir í dag en ósóttar pantanir verða seldar 26. nóvember næstkomandi milli 13 og 16. Konukvöldið sjálft verður svo haldið laugardaginn 29. nóvember í Höllinni þar sem Páll Óskar mun halda uppi stanslausu stuði og Beggi og Pacas eru veislustjórar.