SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu er með um 7000 félagsmenn og hefur á að skipa um 250 trúnaðarmönnum sem saman mynda trúnaðarmannaráð. Trúnaðarmenn eru lífæð stéttarfélagsins og tenging okkar við vinnustaði félagsmanna.
Öflugt trúnaðarmannakerfi er lykillinn að farsælu starfi innan stéttarfélagsins og viljum við því hnykkja á mikilvægi þess að kosnir séu trúnaðarmenn fyrir hönd félagsmanna SFR á öllum vinnustöðum.