HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær tvo menn, sem í öðru máli höfðu verið sakfelldir fyrir líkamsárás, til að greiða árásarþola skaðabætur vegna varanlegrar örorku og miskabætur.
Mennirnir tveir veittust að árásarþola í húsi á Stokkseyri snemma að morgni nýársdags 2003 og felldu hann í gólfið.