Fræðslunetið hlaut menntaverðlaun Suðurlands en verðlaunin voru veitt á ársþingi SASS á Hvolsvelli.

Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent. Það var formaður mennta- og menningarmálanefndar SASS, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, sem afhenti Ásmundi Sverri Pálssyni framkvæmdastjóra Fræðslunetsins viðurkenninguna sem var ásamt viðurkenningarskjali, 200.000 kr.