Í vikunni voru 10 teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu Hvolsvöllur, en sá sem hraðast ók var á 124 km hraða. Helmingur þeirra sem teknir voru eru erlendir ferðamenn.

Aðfaranótt þriðjudagsins var eldur í húsi í Þykkvabæ en grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Málið er í rannsókn. Eldur kveiknaði einnig í eyðibýli við Skúmsstaði og brann húsið mikið grunur leikur á að kveiknað hafi í út frá rafmagnstöflu í húsinu.