Rakarastofa Björns og Kjartans í Miðgarði á Selfossi fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir.

Af því tilefni býður stofan til sýningar á munum og myndum af starfsemi fyrirtækisins s.l. 60 ár og verður uppsett stofa frumherjans Gísla Sigurðssonar í anddyri Miðgarðs sem hefst í dag, fimmtu-daginn 27. nóvember, og stendur til 24. desember.

Rakarastofan býður upp á kaffiveitingar í tilefni af tímamótunum 27. 28. og 29. nóvember á opnunartíma en á laugardag 29. verður opið til klukkan 18.