Jólamarkaður verður í Lista og Menningarverstöðinni á Stokkseyri helgina 29. og 30. nóvember 2008 kl. 13:00-17:00.
Ókeypis sölubásar í stóra sal, fyrir alla sem vilja selja eitthvað, hvort sem er kompudót-handverk-matvara-fatnaður eða hvað sem er.
Hvetjum eldri sem yngri til að nýta sér þetta, bæði til að selja og kaupa.
Spákona verður á staðnum fyrir þá sem vilja forvitnast um framtíðina.
Kaffi og vöfflur seldar í kaffiteríu Lista- og Menningarverstöðvarinnar að Hafnargötu 9 Stokkseyri.