Ákvörðun var tekin á fundi Þrettándanefndar ÍBV í morgun. Þrettándinn 2009 verður haldinn þriðjudaginn 6. janúar á Þrettándanum sjálfum og hefst kl. 19.00. Einhver umræða hefir verið um breytingar á dagsetningu hátíðarinnar, þ.e. færa hana að helgi. Það fór hins vegar ekkert á milli mála í morgun að Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir þrettán höfðu haft eitthvað veður af þessari umræðu. Það hvein og söng í Hánni hér skammt frá, þar sem þetta hyski býr allt saman.