Stórsveit Suðurlands verður með tónleika á Riverside, Hótel Selfossi í kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:30

Með hljómsveitinni kemur fram Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir djasssöngkona. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, hefðbundinn djass, samba, popp og e.t.v. læðast með nokkur jólalög.

Sunnlendingar eru hvattir til að koma og eiga skemmtilega stund með stórsveitinni og Guðlaugu.

Aðgangseyrir kr. 1.000