Í dag 28. nóv. klukkan 18:00 býður Bæjarbókasafn Ölfuss upp á rökkurstund við kertaljós af tilefni Norrænu bókasafnavikunnar.

Lesinn verður texti eftir finnsku skáldkonuna Eevu Kilpi, en Eeva samdi textann sérstaklega til upplesturs í þessari viku og tengist hann þema vikunnar sem að þessu sinni er: Ást á Norðrinu. Textinn verður lesinn á íslensku en einnig fá gestir að heyra hluta hans lesinn á finnsku. Ennfremur verða lesin nokkur ástarljóð, spiluð verður norræna tónlist af diskum og boðið upp á kaffi, te og konfekt.

Allir eru velkomnir á huggulega rökkurstund á bókasafninu.