Forsvarsmenn Hallarinnar, veislu- og ráðstefnuhúss í Vestmannaeyjum gáfu í dag Kvenfélaginu Líkn peningagjöf. Tilefnið var að starfsleyfi Hallarinnar barst í hús um leið og 1. des. kaffi Líknar fór fram en kaffisamsætið hefur verið haldið í Höllinni undanfarin ár. Hallarbændur og Einsi Kaldi hf., sem rekur eldhúsið í Höllinni, lána kvenfélaginu húsið og eldhúsið án endurgjalds en bættu um betur í dag og gáfu félaginu auk þess pening.