Á morgun, sunnudaginn 30. nóvember, kl.18:00 mun verða kveikt á jólatré Stokkseyringa. Jólatréð verður staðsett á Bankatúninu.

Fyrir utan að kveikja á jólatrénu munu leikskólabörn úr Æskukoti syngja nokkur lög sem og að nokkrir jólasveinar gætu kíkt í heimsókn.

Það er Ungmennafélag Stokkseyrar sem sér um viðburðinn og eru allir íbúar Árborgar hvattir til að kíkja á Stokkseyri á sunnudaginn.