Aðventusamkoma verður haldin í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í dag sunnudaginn 30. nóvember kl. 16:00.
Samkoman er samstarfsverkefni allra skóla og sókna í Mýrdal.
Sérstakir gestir verða félagar í kirkjukórum, organisti og sóknarprestur Kirkjubæjarklaustursprestakalls.
Í lok samkomunnar verða tendruð ljós á jólatré Mýrdælinga.