Á morgun mánudaginnn 1. desember, fullveldisdaginn, verður boðið frítt á leiksýningu í Félagsheimilinu í Árnesi kl. 19:30.

Um er að ræða einleikinn Gísla Súrsson sem Elfar Logi Hannesson í Kómedíuleikhúsina á Ísafirði flytur. Hann samdi verkið ásamt leikstjóranum Jóni Stefáni Kristjánssyni.

Það er áhugahópur um Þjórsárdal sem stendur fyrir sýningunni og kynnir með þessu hetju Þjórsárdals, Gauk á Stöng.

Allir velkomnir.