Þessi athyglisverða MODIS-mynd sem tekin var í gær, 28. nóvember kl. 13:10 sýnir svo ekki verður um villst afleiðingar allhvassrar N -áttarinnar. Það leggur greinilegan sandmökk langt suður af landinu. Strókarnir eða taumarnir vísa á uppruna s.s. á Mýrdalssandi. Takið eftir einum þeim skýrasta austur af Heimaey. Hann virðist án tengingar við land, en líklega er sá sandur komin ofan af Krosssandi en svo heitir sandflæmið neðan Landeyja á slóðum Bakkaflugvallar og Bakkafjöruhafnar