Í tilefni 10 ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar, opnunar Ungmennahúss og stofnunar Ungmennaráðs Árborgar verður haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Árborgar og Ungmennaráðs Árborgar í Ráðhúsinu á morgun mánudaginn 1. des kl 17:00.

Á fundinum verða til umræðu málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að loknum hátíðarfundinum fer fram formleg opnun Ungmennahúss í húsnæði þess að Austurvegi 2 (Pakkhúsið).

Þangað er boðið öllum fulltrúum æskulýðsamtaka í sveitarfélaginu.