AÐALFUNDUR Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem fram fór á Hótel Loftleiðum á föstudag, samþykkti að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málefni Giftar fjárfestingarfélags, sem stofnað var um skuldbindingar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga í júní í fyrra.

Samvinnusjóðurinn hefði orðið stærsti hluthafinn

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu eru skuldir félagsins nú á þriðja tug milljarða umfram eignir.