Að vanda var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en meðal annars þurfti í tvígang að bregðast við vegna innbrota. Í annað skiptið var brotist inn í félagsheimilið og skrúfað frá vatni en litlar skemmdir urðu á húsnæðinu. Auk þess kom upp eitt fíkniefnamál í vikunni en stúlka var handtekin við komuna til Eyja með 2 grömm af afmeftamíni. Málið telst upplýst. Lesa má dagbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum hér að neðan.