Kirkjufyllir var á aðventukvöldi í Eyrarbakkakirkju í kvöld.

Þar vann séra Sveinn Valgeirsson, hinn nýi prestur í Eyrarbakkaprestakalli, sín fyrstu prestverk í kirkjunni er hann flutti jólahugvekju og stjórnaði aðventusamkomunni.

Sameiginlegur kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna söng ásamt barnakór og einsöngvurum. Þá sungu feðginin á Eyrarbakka þau Karen Dröfn Hafþórsdóttir og Hafþór Gestsson tvísöng.

Fleiri myndir undir – meira –