Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í apríl voru lagðar fram upplýsingar um 763 tilvik þar sem hvalir höfðu orðið fyrir skipum. Mikil aukning slíkra tilvika hefur orðið eftir miðja síðustu öld og virðist fara annars vegar saman við aukinn hraða skipa sem og aukningu siglinga.