Séra Sveinn Valgeirsson hinn nýi prestur í Eyrarbakkaprestakalli er kominn til starfa.

Hann flytur jólahugvekju í Eyrarbakkakirkju á aðventukvöldi í dag 1. desember kl. 20:00 þar sem sameiginlegur kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna syngur ásamt barnakór og einsöngvurum.

Sambærilegt aðventukvöld verður haldið í Stokkseyrarkirkju á morgun þriðjudaginn 2. desember kl. 20:00