Alþjóðlega fjármálakreppan hefur leikið Ísland grátt. Stærri gjaldeyriskreppa en áður hefur þekkst herjar nú líka á þjóðina. Grunngildi jafnaðarstefnunnar um jöfnuð, réttlæti og sanngirni hafa aldrei verið mikilvægari en nú þegar hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur beðið skipbrot. Öflugt eftirlit opinberra aðila er nauðsynlegt aðhald fyrir hinn frjálsa markað sem og skýrt regluverk. Fyrir því hafa jafnaðarmenn ávallt barist og munu gera áfram.