Framleiðsla á kjöti í október var 2,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 31,4% minni framleiðslu á alifuglakjöti og síðan 9,6% samdrátt í nautakjötsframleiðslu.

Síðastliðna tólf mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 2%. Sala á kjöti var 10,1% meiri í október en í sama mánuði í fyrra. Langmest munar þar um 40,1% aukningu í kindakjötssölu. Söluaukninguna má m.a. rekja til þess að neytendur hafi keypt meira nú en áður í frystikistur sínar en mikið bar á að kjöt var boðið til sölu í heilum og hálfum skrokkum.