Stjórn og meistaraflokksráð Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Heimis Hallgrímssonar, þjálfara ÍBV um vistaskipti Viðars Arnar Kjartanssonar sem fór úr Selfoss í ÍBV á dögunum. Selfyssingar segja Heimi ekki fara með rétt mál þegar hann segist hafa haft samband við föður Viðars 21. október. Reyndar segir Heimir það ekki í yfirlýsingunni heldur að upp frá þeim degi hafi Eyjamenn haft áhuga á að fá Viðar Örn í sínar raðir. Selfyssingar segja einnig að annað í yfirlýsingu Heimis sé orð gegn orði. Yfirlýsingu Selfyssinga og Heimis má lesa hér að neðan.