Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur Ríkisútvarpið dregið saman seglin, sagt upp fólki, bæði fastráðnu fólki og verktökum. Aðgerðir RÚV hafa þó ekki áhrif á störf fréttaritara á Suðurlandi en Magnús Hlynur Hreiðarsson hefur starfað sem fréttaritari RÚV á Selfossi undanfarin ár og Sighvatur Jónsson, tók við fréttaritarastöðunni í Vestmannaeyjum nú í haust.