Mikill erill var um helgina hjá lögreglunni á Selfossi.

Aðfaranótt sunnudags barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann sem væri að fara á bifreið frá Selfossi til Reykjavíkur. Lögreglumenn mættu bifreiðinni á Suðurlandsvegi rétt norðan við Ölfusárbrú. Ökuhraði bifreiðarinnar mældist 110 km þar sem hámarkshraði er 50 km. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og lagði á flótta.