Á þriðjudag var haldið stúlknaskákmót Sparisjóðs Vestmannaeyja í húsakynnum Taflfélags Vestmannaeyja. Óhætt er að segja að þátttakan hafi farið fram úr björtustu vonum forsvarsmanna félagsins en 65 stúlkur tóku þátt í mótinu. Það telst Íslandsmet því samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá TV hafa aldrei jafn margar stúlkur tekið þátt í skákmóti á Íslandi.